Kæru FHS félagar,
Nú bregðum við, hér í SPÆNSKA HORNINU undir okkur betri fótinn og höldum til Torrevieja
Tvö litrík saltvötn þekja landssvæðið norðvestur af Torrevieja á Costa Blanca á Spáni.
Saman mynda þau friðland sem heitir Las Salinas de Torrevieja.
Um þessar mundir (jan/febr) er mikið líf (tilhugalíf) flamingóanna sem vakið hefur forvitni fólks þar sem þeir flykkjast saman, bæði við Torrevieja og í Santa Pola.
Eitt vatn í Torrevieja er einkum áberandi, þar sem hinn augsýnilegi bleiki litur skyggir á hinn grænlitaða nágranna sinn. – Liturinn stafar af samvirkni baktería og þörunga.
Halobacterium (einnig þekkt sem „saltbaktería“) þrífst á söltum stöðum, eins og örþörungar, sem kallast Dunaliella salina. –
Þetta eru tvö mikilvirk innihaldsefni sem lita vatnið svona furðulega bleikt. – Þrátt fyrir þennan lit, er vatnið fullkomlega í lagi og gott, þó það geti orðið frekar lyktarmikið í nálægð.
Torrevieja treystir á saltvötn sín. Fólk hefur safnað steinefninu úr vatninu í aldaraðir. Snemma á 19. öld urðu þau formlega miðstöð fyrir saltiðnað á Spáni. – Auk þess að efla efnahag borgarinnar eru vötnin einnig náttúruleg heilsulind. Talið er að seyra í leðju og salti í botni saltvatnanna hafi græðandi eiginleika sem geta grætt algengar húð- og einnig öndunarfærasjúkdóma. – Hár saltstyrkur vatnsins gerir það að skemmtilegum stað til að slaka á og njóta þess að láta sig fljóta á auðveldan hátt.
Reyndar hafa yfirvöld sett upp viðvaranir við saltvötnin sem banna fólki að fara í saltvötnin til að hindra ágang í og við vötnin. Í Torrevieja https://torrevieja.com/en/museum-of-the-sea-and-salt/ – og í Santa Pola https://www.turismosantapola.es/sp/web_php/index.php?contenido=descripcion&id_boto=418&title=the-salt-museum – má finna forvitnileg söfn og staði sem halda sýningar á hlutum og afurðum gerðum úr salti.
Flamingóar, líkt og heimamenn, eru líka við bleiku vötnin. Átveisla á þörungafylltri rækju sem býr þar í vatninu, gefur fjöðrum þeirra þann einkennandi rósbleika blæ sem næstum því passar við vatnið.
Þýtt, staðfært og endursagt úr „Eye on Spain“
[Frumsögn : Jane McGregor – Torrevieja]
Már Elison
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS, félags húseigenda á Spáni