Ágætu FHS félagar og aðrir íslendingar hér á suðurströnd Spánar

 

Já, það er von að spurt sé. – Er ekki eilíft sumar á Spáni ?

Ein af ástæðunum fyrir því að Spánn er svo vinsælt land meðal ferðamanna er aðdráttarafl þess sem sumaráfangastaður. – Flestir vilja heimsækja Spán til að njóta heita veðursins, drekka í sig sólina á mögnuðum ströndum landsins og synda í fallegu Miðjarðarhafinu. Og svo eru það S-in þrjú..sól, sandur og sangría !

Það er líka ástæðan fyrir því að sumarmánuðirnir eru háannatími ferðaþjónustunnar á Spáni.

Þannig að ef þú ert að skipuleggja ferð til Spánar, veljandi sumrið svo þú getir notið þess besta sem það hefur upp á að bjóða…Hvenær er ákkúrat sá tími ?

Eins og t.d., hvenær nákvæmlega er sumar á Spáni? Og hversu heitt verður það jafnvel? Eru sumrin öfgakennd þar?

 

Hægt er að svara lauslega þessum spurningum og fleirum, þvi að hér, í þessum stutta pistli er ýmislegt sem þú þarft að vita um sumarið á Spáni; – þar á meðal hvenær það er og hversu heitt það er, verður og getur orðið. – Sumartímabilið á Spáni varir nokkuð lengi, þar sem það státar af ótrúlegu veðri og löngum sólríkum dögum.

 Tæknilega séð, þar sem Spánn tilheyrir norðurhveli jarðar, – standa sumur þess frá 21. júní til 23. september, ár hvert. Hitastigslega er heitasta tímabil Spánar frá júní til loka ágúst, þó að axlarmánuðirnir maí og september geti líka haft nokkuð gott veður.

Í skólum hætta börn námi á sumrin, frá lok júní til byrjunar september, sem er í takt við sumarhitann.

Hjarta sumarsins, sem er heitasti mánuðurinn, er venjulega júlí, (spyrtur saman við ágúst) og síðan júní.

 

Í lok júlí og byrjun ágúst er yfirleitt hæsti hitinn.

Spánn er frekar stórt (fyrir land í Evrópu) og það hefur mörg mismunandi örloftslög eftir því svæði sem þú finnur þig í, svo ekki er hægt að gefa nákvæmlega einn almennan meðalhita fyrir allt landið. – Að jafnaði eiga strandsvæði Miðjarðarhafsins, sem og Kanaríeyjar, milt sumar með ótrúlega mismunandi hitastigi sem verður samt ekki of yfirþyrmandi.

Þau hafa hitastig upp á 31 gráðu á Celsius niður í um 17 gráður eða svo.  –  Í grundvallaratriðum hafa þau hið fullkomna sumarveður, heitt en ekki of heitt, – parað við hafgoluna.

 

Hvenær er þá sumarið á Spáni?  – Sumarmánuðirnir á Spáni eru júní, júlí og ágúst.

Þó maður geti farið að finna fyrir sumarveðrinu frá lok maí mánaðar og varir til byrjunar september.

Nákvæmur meðalhiti er að sjálfsögðu mismunandi eftir stöðum, þar sem mismunandi svæði á Spáni hafa smámun á loftslagi. – Fyrir bestu spænsku sumarupplifunina er mælt með að fara til strandsvæða við Miðjarðarhafið, (Costa Brava, Costa Blanca, Costa del Sol) þar sem veðrið er heitt og sólríkt, en aldrei of yfirþyrmandi.  –  Eða hvað ?

 

Þýtt, endursagt og staðfært :

Már Elíson  Öryggis -og þjónustufulltrúi

FHS, félags húseigenda á Spáni – www.fhs.is

Heimild : https://ourspanishlife.com/when-is-summer-in-spain/#more-969

 

Heimasíða Our spanish life :https://ourspanishlife.com/