Ferðin okkar í Spænska horninu í dag byrjar í stærsta sjálfstæða samfélagi Spánar – Andalúsíu – sérstaklega í hinni sögufrægu borg Córdoba og liggur síðan út til Granada áður en haldið er suður og vestur. – Hérað eftir hérað á þessu svæði hefur brýr sem verðugar eru fyrir krókaleið og til að skoða. – Ein eða tvær eru kannski ekki fyrir fótafúna, en restin er auðveldlega aðgengileg öllum. – Við skulum byrja í Cordoba, u.þ.b. 530 km frá Orihuela Costa.
Nú þegar vor er í lofti en nægilega hlýtt samt í veðri framundan, er þetta fullkominn tími fyrir þá sem eru komnir af léttasta skeiði og þyrstir í fróðleik um Spán, að fara á götuna og kanna nokkra af fallegustu stöðum Spánar. – Einnig er þessi ferð upplögð að hausti til þegar hitinn í Andalúsíu er ekki í hámarki.
Eitt af byggingarafrekum í mörgum spænskum bæjum og borgum, eru brýrnar – bæði fornar og nútímalegar. Sumar þeirra eru svo táknrænar að þær draga til sín fjöldann allan af gestum víða að á hverju ári; aðrar eru minna þekktar, en ekki síður þess virði að heimsækja ef þú ert tilbúinn að fara svolítið út fyrir barinn.
Rómverska brúin í Córdoba, sem spannar Guadalquivir-ána, var upphaflega byggð af Rómverjum í upphafi 1. aldar f.Kr. – Talið er að Via Augusta, sem tengdi Róm við Cádiz, hafi líklegast farið í gegnum hana í upprunalegri mynd. – Núverandi lögun hennar er frá endurreisn íslams á 8. öld, þegar múslimski borgarstjórinn í borginni, Al-Samh ibn Malik al-Khawlani, fyrirskipaði byggingu brúar á rústum þess sem eftir var af gömlu rómversku byggingunni.
Niðurstaðan er glæsileg uppbygging með 16 bogum sem endurspegla hinn fræga arabíska arkitektúr sem er allsráðandi í hinu fræga landslagi Córdoba. – Á miðöldum voru Calahorra turninn og Puerta del Puente reistir við suður- og norðurenda brúarinnar í sömu röð (sá síðarnefndi er nú endurbygging frá 16. öld). – Á 17. öld var reist höggmynd á miðri brúnni sem sýnir heilagan Raphael eftir Bernabé Gómez del Río.
Sjá nánar upphaflegu krækju :
Þýtt, staðfært og endursagt :
Már Elíson
Öryggis -og þjónustufulltrúi
FHS, félags húseigenda á Spáni