Í SPÆNSKA HORNINU í dag skjótumst við aðeins burt frá Orihuela Costa – í átt að Valencia.

 

Í héraðinu Valencia er eldfjall. Það er ekki virkt og það virðist ekki vera um stund, en ef þú ferð um Cofrentes svæðið geturðu sótt það heim og skoðað. – Það er staðsett í Cerro de Agras, í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli og síðasta starfsemi þess var fyrir um 2 milljónum ára síðan.

 

Valencia sýsla býr yfir 2 af 4 svæðum með eldvirkni á meginlandi Spánar. Ein þeirra er þetta svæðið Cofrentes; – hitt er Columbretes Islands. https://en.wikipedia.org/wiki/Columbretes_Islands

 

Eldstöðin Cerro de Agras er „sofandi“ eldfjall. Flokkað sem slíkt vegna þess að það hefur ekki skráða virkni á síðustu 10.000 árum. En djúpt inni er enn næg virkni til að búa yfir náttúrulegum uppsprettum þar sem frábærar heilsulindir hafa verið reistar í nágrenninu, eins og á Balneario Hervideros.

Sjá heilsulindir og böð : https://www.termalistas.com/balneario-de-cofrentes/

 

Ferlið sem veldur þessari virkni er brottvhvörf CO2 (koldíoxíðs) og CH4 (metanóls), sem fer frá kvikuhólfi sem er staðsett djúpt innan eldfjallsins við Hervideros -lindina og myndar/framkallar loftbólur.

 

Eldstöðin sjálf er staðsett um 3 kílómetra frá Cofrentes kjarnorkuverinu sem áætlað er að loki árið 2030. – Rannsóknir voru gerðar á hugsanlegum áhrifum eldstöðvarinnar á byggingu virkjunarinnar og leiddu þær í ljós að síðasta virkni var talin hafa verið fyrir 2 milljón árum síðan. – Hins vegar er gos að lokum möguleiki sem aldrei er hægt að útiloka í jarðfræði.

 

Ef þú vilt heimsækja eldstöðina og heilsulindirnar þarf að fara til Cofrentes (180 km frá Orihuela Costa í gegnum Elche) og taka leiðina í átt að Requena.

https://www.termalistas.com/balneario-de-cofrentes/mapa/#inicio

 

 

Sjá upphaflegu grein, myndir og leiðarlýsingu :

https://www.eyeonspain.com/blogs/eoscontributers/21387/valencias-volcano.aspx

 

Kveðja,

Már Elison

Öryggis -og þjónustufulltrúi

FHS, félags húseigenda á Spáni

www.fhs.is