Komið sæl ágætu FHS félagar..

Þá er komið að fyrstu færslu nýs árs, 2022, í flokknum SPÆNSKA HORNIÐ hér á vef FHS, félagi húseigenda á Spáni, og við hverfum til MADRID, höfuðborgar SPÁNAR :

 

Ekki fara að leita að baðherberginu á veitingastað Armando Rico nema þú hafir mikinn áhuga á óvæntum ævintýrum. –

Á flestum veitingastöðum gætirðu óvart flakkað inn í eldhús eða inn í kústaskáp til að reyna að létta á þér. – Á þessum litla veitingastað í Titulcia (MADRID), gætirðu kannski lent í djúpum manngerðum helli með óþekktan uppruna og öfluga sálarorku.

La Cueva de Luna, eða hellir tunglsins, var uppgötvaður árið 1952 af eiganda veitingastaðarins, Rico og bróður hans. – Með smá greftri uppgötvuðu þeir heilan neðanjarðarheim, með áletruðum táknum, krossum og risastórum kúpullaga kapellum.

Þrátt fyrir að bogagöngin og pússaðir veggir virtust vera katakombur frá því snemma á endurreisnartímanum, hefur uppruninn haldist sem ráðgáta frá því að þetta uppgötvaðist.

Eftir að komið er niður í katakombuna, má sjá röð af kúptum hólfum, samtengd niður í jörðina og með dimmum göngum. – Aðeins með kerti er í boði og lýsir það ljós varla upp niðurgrafna dýpt ganganna og býður aðeins upp á blik af undarlegum táknum og krossum sem liggja yfir veggjunum. – Þó að það sé mikið af miðalda list sem má sjá í La Cueva de Luna, þá er umhverfið varla bjóðandi hinum almenna gesti veitingahússins.

Lítilvæg könnun og fornleifafræði voru gerðar í hellunum þar til um miðjan áttunda áratuginn, þegar vísindamenn frá Þýskalandi fóru og fengu að greina neðanjarðarheiminn. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að hellarnir og göngin væru sett upp í krossmynstri og fannst líklegt að Cueva de Luna hefði verið fundarstaður fyrir Templarriddarana, – hinn umdeilda kaþólska hóp riddara sem var nátengdur krossferðunum á 12. öld.

Frekar ruglingslegar skýringar á hellinum bentu til leifa Kelta, Rómverja og annarra þjóða miðalda, sem gætu bent til þess að hellirinn hafi einnig þjónað alls konar öðrum veislum eða veitingum. – Gestir, sem skoðað hafa hellinn, hafa bætt sínum eigin kenningum við staðinn, þar sem margir hafa sagt að þeir hafi fundið fyrir óhugnanlegri tilfinningu og fyrir miklum krafti í hellinum. – Aðrir hafa enn greint frá því að þeir finni fyrir mikilli skelfingu.

Þrátt fyrir vísbendingar sem benda til enn sérstæðari uppruna, telja sumir einfaldlega að hellirinn hafi verið lager. En án loftræstingar, og með skýrar trúarlegar merkingar á veggjum hefur þessi kenning haldið litlum velli hjá þeim sem sjá samsæri í sögu þessara spænsku jarðganga. – Vertinn, Armando Rico, hefur skjalfest margar af þessum kenningum í sinni eigin bók um hellinn, og með leyfi hans geta gestir farið inn í hann í gegnum bakhlið veitingastaðar hans í Titulcia, Madrid.

 

Sjá upprunalegu grein og myndir úr „Eye on Spain“ :

https://www.eyeonspain.com/blogs/whosaidthat/20814/don-get-lost-in-this-restaurant.aspx

Hér má sjá staðsetningu í Madrid :
Ver mapa más grande

 

Þýtt, endursagt og staðfært :

Már Elison

Öryggis -og þjónustufulltrúi

FHS, félags húseigenda á Spáni – www.fhs.is