Kynning á manninum Már Elíson

Ég heiti Már Elíson, fyrrverandi verslunar -og tónlistarmaður, fæddur í Reykjavík.

 

Eftir rúmlega 50 ára verslunarmennsku og jafnlengi við tónlist í hjáverkum, ákváðum ég og kona mín, Fríða Einars, að söðla um, á réttum aldri, og flytja alfarið til Spánar í hús okkar sem við höfum átt þar alllengi. –

 

Árið 1983 fór ég í tungumálaháskóla í Santander á Norður Spáni þar sem ég lærði spænsku, sögu Spánar og listir, verandi í góðum höndum á kennurum frá Madrid.

Einnig vorum við hjónin með veitingarekstur á Benidorm til skamms tíma sem gekk vel og nýttist þá vel kunnáttan og þekkingin á málinu, sem og að kynnast spænskri menningu og þjóðlífi Spánar almennt.

 

Tungumálið hefur einnig nýst mér vel, t.d. sem farastjóri, – í suðurhöfum fyrir Ingólf Guðbrandsson heitinn og sem leiðsögumaður á Íslandi með hópa víðsvegar frá Spáni, og almennt hér á suðurströnd Spánar þar sem við búum.

 

Hef verið virkur félagi í Félagi húseigenda á Spáni, FHS, frá árinu 2008 og er mér mikill heiður að hafa verið beðinn, og að hefja störf fyrir félagið og samvinnu við stjórn þess, sem þjónustu -og öryggisfulltrúi félagsins, frá og með árinu 2020.

 

 

 

Spáni, 1.júní 2020

Deila: