Áríðandi tilkynning frá Borgaraþónusta utanríkiráðuneytisins.

Ef Íslendingar lenda í vanda, er hægt að hafa samband við neyðarvakt utanríkisráðuneytisins í síma 545-0-112, senda tölvupóst á hjalp@utn.is eða hafa samband í gegnum Facebook síðu utanríkisráðuneytisins: https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/

Sóttvarnarlæknir hefur skilgreint Spán sem svæði með mikla smitáhættu, sjá nánar á vefsíðunni www.landlaeknir.is. Íslendingar sem koma frá Spáni frá og með 14. mars 2020, skulu fara í sóttkví í 14 daga. Þetta tekur til allra hluta Spánar, þ.m.t. Kanaríeyja, Tenerife og annarra eyja í landhelgi Spánar.

Þann 14. mars lýstu spænsk stjórnvöld yfir neyðarástandi. Það felur m.a. í sér:
– að öllum búðum er lokað nema matvöruverslunum, bakaríum, apótekum, tóbaksbúðum og bensínstöðvum
– fólk má ekki vera á ferli nema til að sækja sér þjónustu þessara aðila
– allt annað má segja að sé lokað, s.s. bíó, barir og veitingastaðir
– hótel mega halda veitingastöðum opnum en bara fyrir hótelgesti
– almenningssamgöngur halda áfram en taka færri farþega í einu
– fólk er hvatt til að halda fjarlægð frá öðru fólki þegar það fer á milli staða eða stendur í röð

Utanríkisráðuneytið hvetur þá sem dvelja á Spáni þessa dagana að hafa ofangreindar ráðstafanir í huga og virða í einu og öllu tilmæli yfirvalda á staðnum.

Millilandaflug á Spáni er með eðlilegum hætti í dag, sunnudaginn 15. mars og ekki er kunnugt um að flugáætlun næstu daga raskist. Verið er að ganga úr skugga um það hjá flugrekendum að þeir haldi óbreyttri áætlun. Staðan breytist dag frá degi, jafnvel klukkutíma fyrir klukkutíma.

Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar um ferðatakmarkanir. Staðan virðist því óbreytt hvað varðar ferðir til og frá Spáni.
Ólíklegt er að lokað verði á ferðir frá Spáni, en það er þó óstaðfest enn. Ferðatakmarkanir sem kunna að vera settar á gætu haft áhrif á framboð á flugum.
Við erum að afla upplýsinga og hvetjum þig til að fylgjast áfram vel með fréttum og upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu á Facebook síðu ráðuneytisins: https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/

ALICANTE: Icelandair er að kanna áhuga Íslendinga á Alicante svæðinu á að koma heim:
https://www.icelandair.com/…/ads…/hafdu-samband/get-me-home/
Þið getið notað ofangreindan hlekk ef þið viljið koma þessum upplýsingum áfram til annarra Íslendinga á svæðinu. Um er að ræða mánudagskvöldið 16. mars nk. og er gert ráð fyrir að flugið muni kosta 80 þúsund krónur. Engin skuldbinding er af hálfu þeirra sem skrá sig eða Icelandair. Icelandair er nú að athuga hver eftirspurnin er eftir slíku flugi.

Yfirlýsing um réttindi farþega um niðurfellingu á flugi (á spænsku): https://www.seguridadaerea.gob.es/…/200314_derechos_pasajer…

Almennar upplýsingar um kórónaveiruna, ráðleggingar vegna ferðalaga og þau svæði sem sóttvarnalæknir hefur skilgreint sem áhættusvæðu má finna á www.covid.is
Einnig getur þú skráð þig í gagnagrunn utanríkisþjónustunnar utn.is/covid19. Upplýsingar í grunninum verða aðeins notaðar í þeim tilgangi að utanríkisráðuneytið eða íslenskt sendiráð geti náð sambandi við þig ef þörf krefur.

Borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins
Sími: 545-0-112
Netfang: hjalp@utn.is
Upplýsingar og fyrirspurnir eru einnig á Facebook
Utanríkisráðuneytið – utanríkisþjónusta Íslands

Deila: